Íþróttaskilti

Það eru margir möguleikar í boði þegar kemur að því að setja auglýsingar í íþróttahús eða íþróttavelli.

Við getum prentað og útbúið skilti úr PVC eða krossvið.
Prentað segldúka eða bannera úr fánaefni.
Útbúið risaauglýsingar sem eru lagðar á völl fyrir leik, sbr. auglýsing sem við prentuðum fyrir Landsbankann (18 metrar í þvermál).
Skorið eða prentað út merkingar á íþróttagólf.
Prentað fána.

Hér er allt galopið verður að segja.
Hafðu samband.