Skrifstofur
skrifstofur

Merkismenn bjóða upp á mjög fjölbreyttar lausnir í skiltakerfum til merkinga í stofnunum og fyrirtækjum. Allt frá stórum stöndum við aðkomu og innkeyrslu að borðmerkingum einstakra starfsmanna. Prófílarnir eru úr hágæðaáli framleiddir í Noregi, Sviss og Ísrael. Fátt tekur meira á taugarnar en pirraður viðskiptavinur. Skiltakerfin frá Merkismönnum vísa viðskiptavinum þínum leiðina og koma í veg fyrir að starfsmenn þínir séu notaðir sem vegvísar.