Stórprentanir

Við erum velbúnir þegar kemur að því að prenta stórt. Prentarar okkar geta prentað á fjölmörg efni, í gæðum , stórt og hratt.

Prentun á segl.
Stór prentun á segl er frábær lausn þegar kemur að því að prenta stórt.
Seglið er meðfærilegt, hægt að taka niður og geyma. Við prentum aðallega á tvær gerðir af segli. Venjulegt pvc-segl og mesh. Mesh er rifgatað segl sem er mun léttara og þægilegra í meðförum en hefðbundin segl. Hentar vel til útinotkunar; þar sem það hleypir vindi í gegnum sig.

Prentun á límdúk.
Prentarinn okkar hefur unun af því að prenta á límdúk stórar myndir.
Frágangur stórra mynda á límdúk fer eftir verkefninu í hvert sinn, álplötur, vatnsheldur krossviður, pvc eða einfaldlega límt beint á vegg eða gólf. Þar skoðum við lausnir og útfærslur með þér.

Prentun á fánaefni.
Við getum prentað á fánaefni hvað sem er, í hvað sem er. Við höfum framleitt vallarmiðju fyrir Landsbankann, hringur sem var 18×18 metrar. Ekki slæmt það?

Hafðu samband og við leiðum þig áfram.